BFGoodrich AT KO2

BFGoodrich AT KO2

BFG AT KO2 dekkin eru með nýrri gúmmíblöndu í bana sem vinnur sérstaklega á móti skurðum og skrámum sem skilar betri endingu ( allt að 2 sinnum betri endingu miðað við fyrri kynslóð KO dekkjanna eknum á malarvegum).
Gúmmíblandan er mótað í munstur sem nánast læsa saman kubbunum og mynda gripmiklar og kröftugar munsturblokkir með flipum og skurðum. Nýir flipar ásamt nýrri tækni sem minnkar möguleika á að steinar festist í munstrinu til að akstur um vegaslóða verði ánægjulegri og öruggari.

Axlasvæðið og hliðar BFG AT KO2 barðans er með sterkari gúmmíblöndu og er tvisvar sinnum þykkari en hjá forveranum. Lögun hliðarkubbanna veitir betra grip akstri um blauta vegaslóða með því að læsa sér í undirlagið í drullu og moldarakstri. Þú ert öruggur með hámarksgrip í akstri hvort sem það er á þjóðvegum, fjallvegum eða vegaslóðum.

Innri uppbygging BFG AT KO2 barðans felur m.a. í sér tvöfalt stálvírbelti í bana sem er styrkt með gormlaga vöfðum nylon þráðum ofan á TriGard 3ja laga pólýester belgþráðum í hliðum fyrir meiri styrk og betri endingu. (2 belgþráðarlög eru í LRC dekkjum).
BFGoodrich AT KO2

BFGoodrich dekkin hafa fyrir löngu sannað frábæra eiginleika sína við íslenskar aðstæður. Þau hafa borið höfuð og herðar yfir önnur jeppadekk hér á landi í áraraðir. Frábær dekk í alla staði, aksturseiginleikar, grip og ending í sérflokki. Þú færð BFGoodrich AT undir allar gerðir jeppa og jepplinga og fást allt frá 15” og upp í 20”.

BFGoodrich AT eru einfaldlega toppurinn í jeppadekkjum.

Hér að neðan getur þú skoðað eiginleika BFGoodrich AT KO2 nánar (opnast í nýjum glugga)

BFGoodrich AT KO2

  Ýmislegt  
  Eiginleikar  
  
Sterkari hliðarvarnir með TriGard tækninni.
Tvöfalt styrkt stálvírbelti í bana.
Aukin ending í akstri á malarvegum og vegaslóðum.
Betra átaksgrip í drullu og moldarakstri.
Betra átaksgrip í snjó.
  • Sterkari hliðarvarnir með TriGard tækninni.

  • Tvöfalt styrkt stálvírbelti í bana.

  • Aukin ending í akstri á malarvegum og vegaslóðum.

  • Betra átaksgrip í drullu og moldarakstri.

  • Betra átaksgrip í snjó.