KORMORAN STUD

Kormoran STUD stor vefmynd
Kormoran er eitt af undirmerkjum Michelin og hefur verið að láta vel að sér kveða á undanförnum árum. Nú er komið nýtt dekk frá Kormoran sem heitir einfaldlega STUD. Hér er á ferðinni mjög góður valkostur fyrir þá sem vilja NEGLD dekk á góðu verði.

Munstrið á Kormoran STUD dekkinu hefur hátt hlutfall af flipum sem grípa fast og vel í snjóþunga og hála vetrarvegi.

Dreifing naglagatanna og samsetning gúmmíblöndu í bana færir þér gott grip og góða aksturseiginleika bæði í hálku og á snjóþungum vetrarvegum.

Kormoran STUD dekkið er með frábært grip á ís og er með breiðar rásir sem losa sig einstaklega vel í vatni og krapa sem tryggir góða aksturseiginleika og stýringu ásamt mjög góðu átaks- og hemlunargripi.

Ef þú ert að leita að góðu NEGLDU dekki á góðu verði sem grípur fast í hála vetrarvegi, er með mikið og gott bleytugrip þá er Kormoran STUD einmitt dekkið fyrir þig.

Kormoran STUD dekkin eru Evrópsk gæðavara og framleidd eftir ströngustur reglum um gæði og áreiðanleika.

ATH. til að tryggja að naglarnir sitji sem fastast í naglagatinu þá þarf alltaf að tilkeyra öll nagladekk fyrstu 500 km. að minnsta kosti. Það gerir þú best með því að...
1. Forðast að hemla snögglega.
2. Forðast spól og snöggar inngjafir (hröðun).
3. Forðast hraðar og snöggar breytingar á akstursstefnu.

kormoran
  Stærðarflóra getur breyst án fyrirvara og getur einnig verið háð markaðssvæðum.
  Engin trygging er fyrir því að uppgefnar stærðir séu fáanlegar á Íslandi.
  DekkjastærðBurðarþolErl. vörunrMunsturdýpt (mm)Heildarhæð (mm)
  175/70-1382T000
  175/70-1484T000
  185/70-1488T000
  175/65-1482T000
  185/65-1486T000
  185/65-1592T000
  195/65-1595T000
  205/65-1599T000
  185/60-1482T000
  185/60-1588T000
  205/60-1696T000
  205/55-1694T000
  215/55-1697T000
  215/55-1798T000
  225/55-17101T000
  225/50-1798T000